Meistaramót GÞ, sem fór fram 16. til 19. júlí, var hið langfjölmennasta hingað til. 67 kylfingar tóku þátt og öttu kappi hver við annan, lengst af við bestu aðstæður, og slitu vel heppnuðu móti með vel sóttu lokahófi í Versölum, veislusal Ráðhúss Ölfuss.
Ásmundur Pétursson (til hægri) sigraði á Innanfélagsmótaröð GÞ 2025, eftir að hafa varið forystu sína í heildarkeppninni allan síðari hluta sumars. Hallgrímur Þór Axelsson (í miðju) og Oddur Tómas Oddsson velgdu honum þó undir uggum undir lokin. Hallgrímur hafnaði í öðru sæti eftir sigur í lokamótinu og Oddur varð þriðji.
Blátt lið Gyðu Steinu Þorsteinsdóttur bar sigurorð af rauðu liði Hólmars Víðis Gunnarssonar í Bændaglímunni, 20:16, en leikið var eftir sams konar fyrirkomulagi og í Ryder-bikar Evrópu og Bandaríkjanna.
Í bláa liðinu voru, auk Gyðu: Erla Adolfsdóttir, Jóhann Peter Andersen, Árni Hrannar Arngrímsson, Bettý Grímsdóttir, Haraldur Guðmundsson, Óskar Hrafn Guðmundsson, Jóhann Arnar Jóhannsson, Ásta Júlía Jónsdóttir, Ingvar Jónsson, Júlíus Steinn Kristjánsson, Jón Hafsteinn Sigurmundsson, Eyþór Almar Sigurðsson, Marteinn Óli Skarphéðinsson, Gústaf Ingvi Tryggvason, Matthías Rafn Ágústsson, Viktor Freyr Ómarsson og Þröstur Ægir Þorsteinsson.
Leikmenn rauða liðsins voru, auk Hólmars: Aðalsteinn Einarsson, Andrés Ævar Grétarsson, Ásmundur Pétursson, Einar Ingvar Jóhannsson, Einar Þorri Georgsson, Guðmundur Kristján Haraldsson, Guðmundur Orri Arnarson, Hallgrímur Þór Axelsson, Húnbogi Jóhannsson, Hörður Skúlason, Jakob Unnar Sigurðarson, Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, Kristófer Júlíusson, Malai Rattanawiset, Óttar Parwes Sharifi Ingólfsson, Pétur Laxdal Egilsson, Sandra Lind Ingvarsdóttir og Þórunn Jónsdóttir.
Haldin voru tvö GSÍ-mót á árinu. Fyrst VitHit Vormót GÞ á GSÍ-mótaröðinni í lok maí og Íslandsmót unglinga í höggleik um miðjan ágúst.
Verðlaunahafar á VitHit Pro Am-Vormóti GÞ. Innnes studdi dyggilega við þetta mót, sem fjölmörg fyrirtæki sendu lið til.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Sigurður Bjarki Blumenstein sigruðu á VitHit Vormóti GÞ á GSÍ-mótaröðinni í lok maí.