Send voru lið á Íslandsmót golfklúbba í flokki fullorðinna, eða meistaraflokki, en stefnt er að því að senda lið í fleiri aldursflokkum á næsta og næstu árum.
Þeim merka áfanga var náð í sögu GÞ að kvennalið var sent í fyrsta sinn til keppni á Íslandsmóti golfklúbba. Konurnar okkar léku í 2. deild, á Garðavelli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Liðið hafnaði í 10. sæti, en var hársbreidd frá því að komast í sex liða efri hluta deildarinnar eftir höggleiksforkeppni og tapaði nokkrum leikjum naumlega.
Klúbbmeistarinn Linda Björk náði 50% árangri í holukeppninni eftir að hafa leikið best GÞ-kvenna í höggleiknum, eða á 84 höggum við erfiðar aðstæður.
Við þökkum við þessum frumherjum fyrir að koma fram fyrir hönd klúbbsins. Lið GÞ var þannig skipað, frá vinstri: Elín Ósk Jónsdóttir, Svava Agnarsdóttir, Ásta Júlía Jónsdóttir, Linda Björk Bergsveinsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Þórunn Jónsdóttir og Gyða Steina Þorsteinsdóttir liðsstjóri.
Karlalið GÞ komst í undanúrslit í 4. deild með sætum og naumum sigri í miklum spennuleik við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs. Í undanúrslitum varð liðið þó að lúta í lægra haldi gegn heimamönnum í Golfklúbbnum Vestarr og svo aftur í bronsleik við Golfklúbbinn Geysi. Engu síður prýðileg frammistaða hjá okkar mönnum. Liðið var þannig skipað: Hólmar Víðir Gunnarsson, Helgi Róbert Þórisson, Dagur Skúlason, Óskar Gíslason liðsstjóri, Gunnar Friðrik Gunnarsson og Sigurður Þór Óskarsson. Úrslit leikja liðsins voru eftirfarandi: