Ákveðið hefur verið að opna hópferð GÞ-kvenna til Spánar í haust fyrir öllum klúbbfélögum, en 13 sæti eru enn laus af 30 upphaflegum. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Flogið er út að morgni 2. október og heim síðdegis þann níunda. Leikið verður golf í 6 daga á Club De Golf Barcelona og dvalið á hinu glæsilega Wyndham Dolce Barcelona-hóteli.
Verð er 279.800 kr. m.v. tvo saman / 332.800 kr. fyrir einstakling. Innifalið er:
Flug með Icelandair – með golf- og innrituðum töskum.
Akstur til og frá flugvelli.
Gisting í Superior herbergjum með morgunmat.
Ótakmarkað golf með golfbíl í 6 daga.
Teigtímar á 18 holu keppnisvelli + aðgangur að 9 holu vellinum.
Teigtímar eru þegar fráteknir fyrir hópinn.
Borðum saman á kvöldin - Valkostur gegn viðbótargjaldi
Kvennanefnd mælir eindregið með að bæta við:
3ja rétta kvöldverði í sérsal klúbbhússinu.
Með víni, bjór, kaffi/te.
6 kvöld á alls 30.000 kr. á mann (5.000 kr. á kvöld).
“Þetta hefur ítrekað reynst vel – eykur samveruna og tryggir gæði. Sérstaklega þegar ferðast er með stórum hópi sem hugsanlega hyggst halda mót og skemmtikvöld. Að sjálfsögðu munum við leggja eitthvað í púkkið á staðnum með ykkur,” segir í tilkynningu frá TA Sport.
Tengiliður og staðfestingargjald:
Áhugasamir sendi tölvupóst til Elínar Óskar Jónsdóttur á netfangið elinoskjons@gmail.com
ATH! Staðfestingargjald að upphæð kr. 65.000 er óafturkræft, þar sem leggja þarf út fyrir flugi og hóteli við bókun. Lokagreiðsla fer fram 8 vikum fyrir brottför.
Nánar:
Flug:
• Brottför: KEF–BCN, 2. október kl. 08:25 → 14:45 (FI596)
• Heimferð: BCN–KEF, 9. október kl. 15:45 → 18:20 (FI597)
Um völlinn: Spilaðu með útsýni yfir Montserrat
2 / 2
Club Golf de Barcelona er einn af fallegustu og vönduðustu völlum Spánar, staðsettur í rólegu sveitaumhverfi, aðeins 30 mínútur frá miðborg Barcelona:
● 18 holu keppnisvöllur (hannaður af José Maria Olazábal)
● 9 holu æfingavöllur (6x par 3, 2x par 4, 1x par 5)
● Stutt í borgina, þjónustu og veitingastaði
● Beintengd við Dolce by Wyndham hótelið – glæsileg aðstaða og lúxusgisting
● Freixenet vínbúgarður í næsta nágrenni – tilvalin aukaupplifun
● Völlurinn hefur hýst opin mót og er viðurkenndur um alla Evrópu
● Golfbílar, æfingasvæði og möguleiki á PGA-kennslu
Hér fær hópurinn golf í hæsta gæðaflokki, með fjölbreyttum golfvelli og einstöku útsýni.
Um hótelið: https://hoteldolcebarcelona.com/en