Metfjöldi hringja var leikinn árið 2025. Árlegum heimsóknum á Þorláksvöll, eða leiknum hringjum, fjölgaði um 47% milli ára. Einn hring á dag, allt árið, vantaði til að ná 50% aukningu. Leiknir hringir 2025 voru 25% fleiri en 2021, gamla metárinu.
636 félagar eru í Golfklúbbi Þorlákshafnar, en mikill meirihluti þeirra býr utan bæjarins, eða um 74%.
Konur eru 28% félaga í heild, en 31,5% innan Þorlákshafnar. Stúlkur 15 ára og yngri eru jafnmargar konum á aldrinum 20-70 ára. Hlutfall kvenna í golfhreyfingunni allri er um 34%. Okkur vantar 57 konur til að ná sama hlutfalli.