1. Vallarmörk
Vallarmörk eru innri brún vegklæðingar á Þorlákshafnarvegi.
2. Óhreyfanlegar hindranir (regla 16-1)
eru jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið, vökvunarkerfi, bekkir, skilti, ruslafötur, allir fjarlægðarhælar og steinar með áföstum leikraðarnúmerum brauta.
3. Vítasvæði bakvið 15. flöt
Ef bolti, sjáanlegur eður ei, er innan vítasvæðisins bakvið 15. flöt má taka lausn gegn einu vítahöggi skv. reglu 17.1 eða láta upphaflega boltann eða annan falla innan fallreits/lausnarsvæðis skv. reglu 14.3 fremst á teig.
4. Rafmagnslínur
Ef bolti hafnar í rafmagnslínu skal höggið endurtekið frá upphaflegum stað án vítis.
5. Bætt lega
Færa má bolta um allt að kylfulengd á slegnu svæði á almenna svæðinu og um
púttershaus á flöt, einu sinni áður en höggið er slegið, en þó ekki nær holu.
Að öðru leyti skal leikið eftir reglum skv. Golfreglum frá janúar 2023. Framangreindar tilvísanir í regluákvæði eiga við um þær, þ.e. íslenska þýðingu eða frumútgáfu á ensku.
Víti fyrir brot á staðarreglu er 2 högg.