Linda Björk vann með talsverðum yfirburðum, eða 27 högga mun, en hún lék hringina þrjá á 262 höggum, þ.e. 84, 86 og 92. Keppni í karlaflokki var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholunni. Eftir að hafa byrjað mótið mótið afleitlega, á 87 höggum, þar af 13 á 16. holu, þá fékk Brynjar örn á næstsíðustu holunni, stuttu par-4-holunni sautjándu, og tryggði sér sigur með eins höggs mun með pari á þeirri átjándu. Þar með skákaði hann Ástmundi Sigmarssyni, sem átti titil að verja og lék lengst af prýðilega, en báðir léku þeir fjóra hringi undir 300 höggum. Brynjar lék sérstaklega vel á öðrum degi, eða á 68 höggum, fjórum undir pari. Hann lék síðustu þrjá hringina á alls fimm höggum undir pari og er vel að glæstum sigri kominn.
Hér má sjá úrslit efstu keppenda í öllum flokkum.
Linda Björk Bergsveinsdóttir 262
Guðrún Stefánsdóttir 289
Brynjar Logi Bjarnþórsson 298
Ástmundur Sigmarsson 299
Sigurður Þór Óskarsson 315
Höggleikur:
Ásta Júlía Jónsdóttir 305
Þórunn Jónsdóttir 319
Höggleikur:
Gísli Borgþór Bogason 233
Guðni Þórir Walderhaug 258
Guðfinnur Guðnason 261
Höggleikur:
Kristinn L. Aðalbjörnsson 250
Jóhann Peter Andersen 255
Jón Hafsteinn Sigurmundsson 262
Punktakeppni:
Ágústa Ósk Ásgeirsdóttir 139
Elín Ósk Jónsdóttir 105
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir 97
Höggleikur:
Ellert Þór Magnason 239
Kristján Óskarsson 249
Óskar Hrafn Guðmundsson 251*
* Óskar Hrafn sigraði í bráðabana við Svavar Berg Jóhannsson.
Höggleikur án forgjafar:
Sigfús Benóný Harðarson 274
Haraldur Guðmundsson 285
Hallgrímur Þór Axelsson 286
Punktakeppni:
Viktor Freyr Ómarsson 87
Andrés Ævar Grétarsson 62
Hafsteinn Ísarr Sigurðsson 56