Líkt og áður verða golfnámskeið og æfingar fyrir börn og unglinga sumarið 2025, í umsjón Ingvars Jónssonar, PGA golfkennara. Tímabilið hefst mánudaginn 5. maí. Verð kr. 10.000. Smellið á hnappinn til að opna skráningu í Abler. Frístundastyrkur er opinn í kerfinu.
Æfingatími
Æfingatími verður með breyttu móti þetta árið. Fyrstu vikurnar æfum við 1x í viku. Frá 16. júní – 2. júlí verða 2 æfingar í viku (miðvikudagar bætast við). Frá 10. júlí - 5. ágúst verður alveg frí og æft 1x í viku út 25. ágúst. Samtals 16 æfingar + 3 spilæfingar.
Hópar:
2. - 3. bekkur (2016 – 2017 árg.) kl. 16 - 17
4. - 6. bekkur (2013 - 2015 árg.) kl. 17 - 18
7. - 10. bekkur (2009, 2010, 2011 og 2012 árg.) kl. 18 - 19.30
Æfingar fara fram á æfingasvæði Golfklúbbs Þorlákshafnar neðan við bílastæðin. Iðkendur þurfa ekki að eiga kylfur til að æfa.
Nánari upplýsingar veitir Ingvar í 899 9820 eða ingvar@thorgolf.is.