Fréttir
2. október 2024
Afgreiðsla í golfskála lokar
Ágætu kylfingar
Nú hefur afgreiðslu í golfskálanum hjá GÞ verið lokað þetta árið. Opið verður áfram í forstofu þar sem hægt er að ganga frá greiðslu vallargjalda og nýta sér salernisaðstöðu.
Völlurinn verður opinn áfram og biðjum við kylfinga um að greiða vallargjald ef það á við og ganga vel um völlinn, laga torfusnepla og boltaför á flötum.
24. september 2024
Hola í höggi
Kylfingurinn Þórunn Jónsdóttir úr GÞ náði þeim frábæra áfanga þann 18. september síðast liðinn að fara holu í höggi. Þórunn sló draumahöggið á 12. holu Þorláksvallar.
Þórunn var að spila ásamt góðum hópi kvenna í GÞ sem spila saman á miðvikudögum á Þorláksvelli.
Óskum við Þórunni innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga.
25. ágúst 2024
Vel heppnað Minningarmót um Gunnar Jón
Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 18.ágúst sl.
Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.
Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 80 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum. Í mótslok var boðið uppá hamborgara frá 2Guys. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins ásamt því að dregnir voru út fjölmargir vinningar úr skorkortum.
Sigurvegarar mótsins í ár voru félagarnir Hallgrímur Þór Axelsson og Karl Fannar Gunnarsson en þeir spiluðu völlinn á 63 höggum nettó. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:
The Chip in Dale´s – 63 högg nettó
Guðmundsson/Ragnarsson – 66 högg nettó
Magnússon x 2 – 67 högg nettó
Næst holu á 2. braut Elís Rúnar Elísson 1,35 m
Næst holu á 5. braut Petrún Björg Jónsdóttir 4,04 m
Næst holu á 10. braut Arnar Freyr Reynisson 2,28 m
Næst holu á 12. braut Ingvar Jónsson 3,49 m
Næst holu á 15. braut Petrún Björg Jónsdóttir 0,32 m
Við setningu mótsins í ár var sameiginlegu körfuboltaliði Hamars/Þórs í meistaraflokk kvenna veittur styrkur úr Minningarsjóði Gunnars Jóns upp á 1 milljón króna. Stjórn Minningarsjóðs Gunnars Jóns ákvað að veita liðinu styrk fyrir frábæran árangur á liðnu tímabili þar sem stelpurnar gerður sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Óskum við stelpunum í Hamar/Þór til hamingjum með góðan árangur.
Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þátttakenda fyrir stuðninginn við mótið.
f.h. Minningarsjóðs Gunnars Jóns
Guðmundur Baldursson
Magnús Joachim Guðmundsson
9. ágúst 2024
Opna Hamingjan við Hafið sunnudaginn 11. ágúst
Opna Hamingjan við Hafið (Hjóna og para Texas scramble) Golfklúbbs Þorlákshafnar í samstarfi við First Water.
Mótið fer fram á Þorláksvelli á sunnudag 11. ágúst.
Hamingjan við hafið er árleg bæjarhátíð í Þorlákshöfn sem við hvetjum kylfinga til að kíkja á. Dagskrána má finna á facebook síðunni Hamingjan við Hafið.
Skráning liða fer fram í golfboxinu, ræst er samtímis á öllum teigum kl. 11.00 á sunnudaginn. Mæting í golfskála fyrir 10:30.
Ekkert aldurstakmark er í mótið, en kylfingar undir 20. ára geta ekki unnið verðlaun er innihalda áfengi.
Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble þar sem 2 eru í liði. Leikforgjöf lögð saman og deilt í með 4. Hámarksforgjöf karla er 30 og kvenna 36. Mótsgjald er 7.000 kr pr. einstakling -14.000 á lið.
Verðlaun: Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin:
1. Sæti 50.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon - 7 skrefa Ritúal meðferð ásamt vel búnum einkaklefa.
2. Sæti 30.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon - klassíska Pure leiðin með aðgangi að lóninu og 7 skrefa Ritúal meðferðinni.
3. Sæti 20.000 inneign á Fiskmarkaðinn og aðgangur fyrir tvo í Sky Lagoon.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta upphafshögg karla og kvenna á 8. braut.
Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.
Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.
Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef ekki næst nóg þáttaka.
4. júlí 2024
Meistaramót GÞ 10-13. júlí
Miðvikudaginn 10. júlí hefst meistaramót GÞ. Allir flokkar leika þrjá hringi 18 holu hringi á jafnmörgum dögum en meistaraflokkur karla leikur fjóra. Bæði kylfingar með GÞ sem aðalklúbb og aukaðiliar hafa fullan þátttökurétt á mótinu. Matur að loknum leik á laugardag fyrir verðlaunaafhendingu.
Klúbbmeistari karla er sá kylfingur sem leikur fjóra hringi á fæstum höggum án forgjafar í meistaraflokki.
Klúbbmeistari kvenna er sá kylfingur sem leikur þrjá hringi á fæstum höggum án forgjafar í meistaraflokki.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum (telur bara frá fimmtudegi)
Síðasti skráningarfrestur er þriðjudagurinn 9. júlí kl. 12.00.
Rástímar:
Miðvikudagurinn 10. júlí: 17.00 (eingöngu meistaraflokkur karla)
Fimmtudagurinn 11. júlí: 16.00
Föstudagurinn 12. júlí: 16.00
Laugardagurinn 13. júlí: 13.00
Nánari rástímar kylfinga koma í loftið eins fljótt og hægt er daginn fyrir leikinn hring. Rástímar verða birtir á golfbox og facebook síðu klúbbsins. Á fyrsta hring í hverjum flokki er handahófskennd röðun á rástíma. Eftir það ræður staða í flokknum röðuninni nema mótanefnd ákveði annað.
Leikröð og fyrirkomulag:
2. flokkur karla (forgjöf 24.1 – 54) – gulir teigar - punktakeppni með forgjöf
1. flokkur karla (forgjöf 12.1 – 24) – gulir teigar - höggleikur án forgjafar
1. flokkur kvenna - rauðir teigar – punktakeppni með forgjöf (engin forgjafartakmörk)
Öldungaflokkur kvenna 55+ - rauðir teigar - höggleikur án forgjafar
Öldungaflokkur karla 55+ - bláir teigar - höggleikur án forgjafar
Öldungaflokkur karla 70+ - rauðir teigar - höggleikur án forgjafar
Meistaraflokkur kvenna – rauðir teigar - höggleikur án forgjafar (engin forgjafartakmörk)
Meistaraflokkur karla (12 og undir í forgjöf) – gulir teigar - höggleikur án forgjafar
*konur þurfa að ákveða hvort þær vilji leika í höggleik eða punktakeppni en báðir flokkar eru fyrir alla forgjöf. 1. flokkur kvenna er hugsaður fyrir þær konur sem ekki vilja leika höggleik en þær geta ekki unnið titilinn klúbbmeistari.
2. júní 2024
Vel heppnað Miðnæturmót GÞ
Miðnæturmót GÞ fór fram laugardaginn 29. júní síðastliðinn. Mótið var innanfélagsmót og heppnaðist virkilega vel. Þátttaka í mótinu var mjög góð og voru úrslit eftirfarandi:
1. sæti - Ragnar Örn Bragason, Ásta Júlía Jónsdóttir, Jón Hafsteinn Sigurmundsson og Gísli Steinar Jónsson - 66 högg.
2. sæti - Hólmar Víðir Gunnarsson, Bjarni Valdimarsson, Dagbjört Hannesdóttir, Sigurður Bjarnason og Svala Ósk Sævarsdóttir - 67 högg.
3. sæti - Skúli Kristinn Skúlason, Gyða Steina Þorsteinsdóttir, Ásmundur Pétursson og Ingvar Jónsson - 68 högg (betri á seinni 9).
Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju og öllum keppendum einnig fyrir þátttökuna.
1. júní 2024
Golfnámskeið
Ingvar Jónsson PGA golfkennari býður upp á golfnámskeið og á meðfylgjandi mynd má sjá næstu námskeið. Hámarksfjöldi 4 kylfingar.
Kylfur í boði fyrir þá sem ekki eiga golfsett en gott að vita af því fyrir fyrsta tíma.
Verð 15.000 kr.
Kvennagolf: Kylfingar sem hafa grunn þekkingu á íþróttinni og eru komnar með forgjöf.
Byrjendanámskeið: Kylfingar sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni.
Hjóna og paranámskeið: Geta og forgjöf skiptir ekki máli. Einstaklingsmiðuð kennsla í því sem kylfingar vilja vinna í miðað við stöðu þeirra í íþróttinni.
Einkakennsla
Eftir pöntun. Verð fyrir 30 mínútur 7.000 kr.
Skráning á ingvar@olfus.is eða í síma 899-9820.
júní 2024
Bekkir til minningar um Gísla Eiríksson
Þriðjudagurinn 25.júní var gleðidagur hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar en þá voru klúbbnum færðir fjórir bekkir til minningar um Gísla Eiríksson. Gefendur bekkjanna voru fyrirtækin Auðbjörg ehf. og Skinney-Þinganes en hjá þeim starfaði Gísli síðustu ári ævi sinnar. Klúbburinn þakkar kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.
30. maí 2024
Golfæfingar barna og unglinga í sumar
Tímabilið hefst mánudaginn 3. júní. Þjálfari verður líkt og síðustu ár Ingvar Jónsson PGA golfkennari.
Æfingatímar:
Allir hópar æfa 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum frá 3. júní - 17. júlí auk nokkurra spilæfinga á vellinum sem verða í boði yfir sumarið, þær æfingar verða auglýstar síðar.
1. - 2. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 16.00 - 17.00
3. - 4. bekkur- mánudagar og miðvikudagar kl. 17.00 - 18.00
5. - 10. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 18.00 - 19.00
Æfingar fara fram á æfingasvæði Golfklúbbs Þorlákshafnar neðan við bílastæðin.
Iðkendur þurfa ekki að eiga kylfur til að æfa.
Verð: 8.000 kr.
Skráning mun fara fram í gegnum Sportabler en það er ekki klárt hjá okkur svo skráning er sem stendur í síma 899-9820 eða á póstfanginu ingvar@olfus.is.
7. maí 2024
Golfnámskeið
Sumarið er komið og þá er kominn tími til að skerpa á golfsveiflunni. Ingvar Jónsson PGA golfkennari býður upp á golfnámskeið og hér að neðan má sjá fyrstu námskeiðin. Fleiri námskeið verða auglýst síðar. Hámarksfjöldi 4 kylfingar.
Kylfur í boði fyrir þá sem ekki eiga golfsett en gott að vita af því fyrir fyrsta tíma.
Verð 15.000 kr.
Kvennagolf byrjendur: Kylfingar sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni. Allar konur velkomnar óháð því hvort þær séu skráðar í kvennagolf GÞ eða ekki.
Kvennagolf: Kylfingar sem hafa grunn þekkingu á íþróttinni og eru komnar með forgjöf.
Byrjendanámskeið: Kylfingar sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni.
Vanir byrjendur: Kylfingar sem hafa komið á byrjendanámskeið en vilja skerpa á hlutunum. (Miðað við forgjöf frá 30 eða hærra. Einnig þeir sem ekki hafa forgjöf).
Einkakennsla
Eftir pöntun. Verð fyrir 30 mínútur 7.000 kr.
Skráning á ingvar@olfus.is eða í síma 899-9820.
2. maí 2024
Úrslit úr Black Sand Open 2024
Kylfingar fengu heldur betur veðrið með sér í lið þegar Black Sand Open mótið fór fram á Þorláksvelli þann 1. maí síðastliðinn. Frábær þátttaka var í mótinu og alls voru keppendur 183 talsins. Keppt var í tveimur flokkum, höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Mótið heppnaðist mjög vel og um leið og við óskum sigurvegurum til hamingju vill mótanefnd GÞ þakka kylfingum fyrir frábært mót við góðar aðstæður. Skemmtilegt mót við flottar aðstæður sem gefur góð fyrirheit fyrir vonandi frábært golfsumar.
Mótanefnd GÞ mun koma vinningum út á næstu dögum. Gott væri ef vinningshafar gætu sent upplýsingar um móttökustað vinninga á netfangið ingvar@olfus.is eða heyrt í Ingvari í síma 899-9820. Hér að neðan má sjá úrslitin úr mótinu.
Mótanefnd GÞ
28. apríl 2024
Skráning í Black Sand Open 2024 í fullu gangi
Black Sand Open verður haldið þann 1. maí 2024. Mótið er orðið að árlegum viðburði hjá okkur í Golfklúbbi Þorlákshafnar og vonumst við til þess að mótið í ár muni vera það stærsta og flottasta hingað til.
Skráning í mótið er í fullu gangi og hvetjum við sem flesta kylfinga að skrá sig og taka þátt í þessu einstaklega skemmtilega móti.
Hlökkum til að taka á móti ykkur og vonum að veðrið leiki við okkur eins og alltaf í Þorlákshöfn.
Mótsgjald: 7.000 kr.
Hægt er að skrá sig á rástíma frá klukkan 08.00 til 16.30. Skráning fer fram á Golfbox - Mótaskrá GÞ og líkur 30. apríl klukkan 22.00.
Vinningaskrá:
1. verðlaun: Landmann Gasgrill frá Húsasmiðjunni.
2. verðlaun: Gisting og morgunverður fyrir tvo á Hótel South Coast á Selfossi auk sveiflugreiningar hjá Golfskálanum.
3. verðlaun: Fjórhólaferð fyrir tvo hjá Black Beach Tours í Þorlákshöfn.
Nándarverðlaun
2. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Heima Bistro + húfa, buff, tí og bolur frá Brutta Golf.
5. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Heima Bistro + húfa, buff, tí og bolur frá Brutta Golf.
10. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Skálanum + gjafabréf frá Mikk EHF.
12. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Skálanum + topplyklasett og sokkar frá Wurth.
15. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + tvö Gjafabréf frá Thai Sakon + golfgaffall merktur GÞ.
12. apríl 2024
Black Sand Open 2024
Black Sand Open verður haldið þann 1. maí 2024. Mótið er orðið að árlegum viðburði hjá okkur í Golfklúbbi Þorlákshafnar. Við viljum sjá mótið vaxa og dafna líkt og klúbburinn okkar hefur gert síðust árin.
Í mótinu verður leikið í tveimur flokkum. Punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum og því efra sæti leikmanns sem telur og ef hann er í sama sæti í báðum flokkum telur höggleikurinn á undan. Konur leika af rauðum teigum og karlar af gulum. Hámarksforgjöf hjá báðum kynjum er 30.
Hlökkum til að taka á móti ykkur og sumrinu og vonum að veðrið leiki við okkur eins og alltaf í Þorlákshöfn.
Mótsgjald: 7.000 kr.
Ræst út frá klukkan 09:00 og skráning fer fram á Golfbox - Mótaskrá GÞ og líkur 30. apríl klukkan 22:00.
Vinningar verða auglýstir síðar.
2. apríl 2024
Nýr og stærri pallur við klúbbhús GÞ
Kæru kylfingar
Skömmu fyrir páska var farið af stað í það verkefni að stækka pallinn við klúbbhús Golfklúbbs Þorlákshafnar. Verktakinn FA Smíði með Finn Andrésson í fararbroddi var fenginn til að vinna verkið og miðar því vel. Pallurinn mun að öllum líkindum verða orðinn klár fyrir apríl lok.
Stækkunin verður kærkomin viðbót við klúbbhúsið fyrir félagasmenn GÞ sem og fyrir alla þá kylfinga sem koma og heimsækja Þorláksvöll á hverju sumri.
Nú er bara að bíða og vona að hitatölur á landinu fara að hækka svo golfsumarið 2024 geti hafist af fullri alvöru.
13. febrúar 2024
Nýtt félagakerfi innleitt
Kæru kylfingar
Nú höfum við tekið í notkun nýtt kerfi sem heldur utan um félagaskrána hjá okkur. Kerfið heitir Abler og ættu eflaust einhverjir að kannast við það.
Við höfum nú þegar sent út fyrsta greiðsluseðil af þremur í heimabanka viðkomandi. Greiðslan kemur inn á heimabanka viðkomandi frá Greiðslumiðlun undir heitinu Æfingagjöld.
Í framhaldinu mun skráning í klúbbinn fara fram í gegnum Abler þar sem þeir sem ætla að skrá sig í klúbbinn geta verslað sína aðild. Hér að neðan er linkur inn á vefverslun GÞ:
https://www.abler.io/shop/golfthor
Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband með pósti á golfthor@simnet.is