Golfklúbbur Þorlákshafnar

30. maí 2024

Golfæfingar barna og unglinga í sumar

Tímabilið hefst mánudaginn 3. júní. Þjálfari verður líkt og síðustu ár Ingvar Jónsson PGA golfkennari.

Æfingatímar:

Allir hópar æfa 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum frá 3. júní - 17. júlí auk nokkurra spilæfinga á vellinum sem verða í boði yfir sumarið, þær æfingar verða auglýstar síðar.

1. - 2. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 16.00 - 17.00

3. - 4. bekkur- mánudagar og miðvikudagar kl. 17.00 - 18.00

5. - 10. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 18.00 - 19.00

Æfingar fara fram á æfingasvæði Golfklúbbs Þorlákshafnar neðan við bílastæðin.

Iðkendur þurfa ekki að eiga kylfur til að æfa.

Verð: 8.000 kr.

Skráning mun fara fram í gegnum Sportabler en það er ekki klárt hjá okkur svo skráning er sem stendur í síma 899-9820 eða á póstfanginu ingvar@olfus.is.

7. maí 2024

Golfnámskeið

Sumarið er komið og þá er kominn tími til að skerpa á golfsveiflunni. Ingvar Jónsson PGA golfkennari býður upp á golfnámskeið og hér að neðan má sjá fyrstu námskeiðin. Fleiri námskeið verða auglýst síðar. Hámarksfjöldi 4 kylfingar.

Kylfur í boði fyrir þá sem ekki eiga golfsett en gott að vita af því fyrir fyrsta tíma.

Verð 15.000 kr.

Kvennagolf byrjendur: Kylfingar sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni. Allar konur velkomnar óháð því hvort þær séu skráðar í kvennagolf GÞ eða ekki.

Kvennagolf: Kylfingar sem hafa grunn þekkingu á íþróttinni og eru komnar með forgjöf.

Byrjendanámskeið: Kylfingar sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni.

Vanir byrjendur: Kylfingar sem hafa komið á byrjendanámskeið en vilja skerpa á hlutunum. (Miðað við forgjöf frá 30 eða hærra. Einnig þeir sem ekki hafa forgjöf).

Einkakennsla

Eftir pöntun. Verð fyrir 30 mínútur 7.000 kr.

Skráning á ingvar@olfus.is eða í síma 899-9820.

2. maí 2024

Úrslit úr Black Sand Open 2024

Kylfingar fengu heldur betur veðrið með sér í lið þegar Black Sand Open mótið fór fram á Þorláksvelli þann 1. maí síðastliðinn. Frábær þátttaka var í mótinu og alls voru keppendur 183 talsins. Keppt var í tveimur flokkum, höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Mótið heppnaðist mjög vel og um leið og við óskum sigurvegurum til hamingju vill mótanefnd GÞ þakka kylfingum fyrir frábært mót við góðar aðstæður.  Skemmtilegt mót við flottar aðstæður sem gefur góð fyrirheit fyrir vonandi frábært golfsumar.

Mótanefnd GÞ mun koma vinningum út á næstu dögum. Gott væri ef vinningshafar gætu sent upplýsingar um móttökustað vinninga á netfangið ingvar@olfus.is eða heyrt í Ingvari í síma 899-9820.  Hér að neðan má sjá úrslitin úr mótinu.

Mótanefnd GÞ

28. apríl 2024

Skráning í Black Sand Open 2024 í fullu gangi

Black Sand Open verður haldið þann 1. maí 2024. Mótið er orðið að árlegum viðburði hjá okkur í Golfklúbbi Þorlákshafnar og vonumst við til þess að mótið í ár muni vera það stærsta og flottasta hingað til.

Skráning í mótið er í fullu gangi og hvetjum við sem flesta kylfinga að skrá sig og taka þátt í þessu einstaklega skemmtilega móti.

Hlökkum til að taka á móti ykkur og vonum að veðrið leiki við okkur eins og alltaf í Þorlákshöfn.

Mótsgjald: 7.000 kr.

Hægt er að skrá sig á rástíma frá klukkan 08.00 til 16.30. Skráning fer fram á Golfbox - Mótaskrá GÞ og líkur 30. apríl klukkan 22.00.


Vinningaskrá:

1. verðlaun: Landmann Gasgrill frá Húsasmiðjunni.

2. verðlaun: Gisting og morgunverður fyrir tvo á Hótel South Coast á Selfossi auk sveiflugreiningar hjá Golfskálanum.

​3. verðlaun: Fjórhólaferð fyrir tvo hjá Black Beach Tours í Þorlákshöfn.

Nándarverðlaun 

2. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Heima Bistro  + húfa, buff, tí og bolur frá Brutta Golf.

5. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Heima Bistro + húfa, buff, tí og bolur frá Brutta Golf.

10. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Skálanum + gjafabréf frá Mikk EHF.

12. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + gjafabréf frá Skálanum + topplyklasett og sokkar frá Wurth.

15. braut: 2 kg. fiskur frá Ísfélaginu + 3 kg. saltfiskur frá Skinney Þinganes + tvö Gjafabréf frá Thai Sakon + golfgaffall merktur GÞ.

12. apríl 2024

Black Sand Open 2024

Black Sand Open verður haldið þann 1. maí 2024. Mótið er orðið að árlegum viðburði hjá okkur í Golfklúbbi Þorlákshafnar. Við viljum sjá mótið vaxa og dafna líkt og klúbburinn okkar hefur gert síðust árin.

Í mótinu verður leikið í tveimur flokkum. Punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum og því efra sæti leikmanns sem telur og ef hann er í sama sæti í báðum flokkum telur höggleikurinn á undan. Konur leika af rauðum teigum og karlar af gulum. Hámarksforgjöf hjá báðum kynjum er 30. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur og sumrinu og vonum að veðrið leiki við okkur eins og alltaf í Þorlákshöfn.

Mótsgjald: 7.000 kr.

Ræst út frá klukkan 09:00 og skráning fer fram á Golfbox - Mótaskrá GÞ og líkur 30. apríl klukkan 22:00.

Vinningar verða auglýstir síðar.