Sem fyrr er Þorláksvöllur opinn inn á allar sumarflatir og teighögg slegin á alvöru grasi. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri. Almennt vallargjald, 7.000 kr., tekur við af 5.500 kr. vetrargjaldi föstudaginn 11. apríl 2025.
Reynsluboltar í vallargerð og rekstri til GÞ
Reynsluboltar í vallargerð og rekstri til GÞ
Golfklúbbur Þorlákshafnar hefur ráðið Vigdísi Gunnarsdóttur og Edwin Roald til að sinna tímabundið framkvæmda- og vallarstjórastöðu GÞ út þetta ár. Á þessum tímamótum í rekstri GÞ er ráðning þeirra mikilvægur liður í að móta framtíð golfvallarins og styðja við stefnu klúbbsins um aukin gæði og bætta upplifun kylfinga.