Golfklúbbur Þorlákshafnar er íþróttafélag í Sveitarfélaginu Ölfusi og rekur m.a. Þorláksvöll,
18-holu strandvöll í 35 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Golfklúbbur Þorlákshafnar er íþróttafélag í Sveitarfélaginu Ölfusi og rekur m.a. Þorláksvöll,
18-holu strandvöll í 35 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Linda Björk Bergsveinsdóttir og Brynjar Logi Bjarnþórsson eru klúbbmeistarar GÞ 2025.
Linda Björk vann með talsverðum yfirburðum, eða 27 högga mun, en hún lék hringina þrjá á 262 höggum, 84, 86 og 92.
Keppni í karlaflokki var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholunni. Eftir að hafa byrjað mótið mótið afleitlega, á 87 höggum, þar af 13 á 16. holu, þá fékk Brynjar örn á næstsíðustu holunni, stuttu par-4-holunni sautjándu, og tryggði sér sigur með eins höggs mun með pari á þeirri átjándu. Þar með skákaði hann Ástmundi Sigmarssyni, sem átti titil að verja og lék lengst af prýðilega, en báðir léku þeir fjóra hringi undir 300 höggum. Hann lék annan hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, og síðustu 54 holurnar á -5.