Barna- og unglingastarf

Barna- og unglingastarf

Barna- og unglingastarf klúbbsins heldur golfnámskeið yfir sumartímann þar sem golfkennari klúbbsins Ingvar Jónsson sér um kennslu. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði klúbbsins sem og á vellinum sjálfum. 


Barna- og unglinganefnd:

Jón Hafsteinn Sigurmundsson - formaður

Netfang: jonhsig@gmail.com 

Ásgeir Sigurbjörnsson

Garðar Geirfinnsson

Tímabilið hefst mánudaginn 3. júní. Þjálfari verður líkt og síðustu ár Ingvar Jónsson PGA golfkennari.

Æfingatímar:

Allir hópar æfa 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum frá 3. júní - 17. júlí auk nokkurra spilæfinga á vellinum sem verða í boði yfir sumarið, þær æfingar verða auglýstar síðar.

1. - 2. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 16.00 - 17.00

3. - 4. bekkur- mánudagar og miðvikudagar kl. 17.00 - 18.00

5. - 10. bekkur - mánudagar og miðvikudagar kl. 18.00 - 19.00

Æfingar fara fram á æfingasvæði Golfklúbbs Þorlákshafnar neðan við bílastæðin.

Iðkendur þurfa ekki að eiga kylfur til að æfa.

Verð: 8.000 kr.

Skráning mun fara fram í gegnum Sportabler en það er ekki klárt hjá okkur svo skráning er sem stendur í síma 899-9820 eða á póstfanginu ingvar@olfus.is.