Barna- og unglingastarf klúbbsins heldur golfnámskeið yfir sumartímann þar sem golfkennari klúbbsins Ingvar Jónsson sér um kennslu. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði klúbbsins sem og á vellinum sjálfum.
Barna- og unglinganefnd:
Jón Hafsteinn Sigurmundsson - formaður
Netfang: jonhsig@gmail.com
Ásgeir Sigurbjörnsson
Garðar Geirfinnsson
Skráningahlekkur á Sportabler: Golfklúbbur Þorlákshafnar | Námskeið | Abler
Frístundastyrkur er opinn í kerfinu.
Golfæfingar barna og unglinga
Tímabilið hefst mánudaginn 5. maí. Þjálfari verður líkt og síðustu ár Ingvar Jónsson PGA golfkennari.
Æfingatími
Æfingatími verður með breyttu móti þetta árið. Fyrstu vikurnar æfum við 1x í viku. Frá 16. júní – 2. júlí verða 2 æfingar í viku (miðvikudagar bætast við). Frá 10. júlí – 5. ágúst verður alveg frí og æft 1x í viku út 25. ágúst. Samtals 16 æfingar + 3 spilæfingar. Skipulagið og skráningar hlekk á Sportabler er hægt að finna á heimasíðu golfklúbbsins undir barna og unglingastarf (www.thorgolf.is)
Hópar
2. – 3. bekkur (2016 – 2017 árg.) kl. 16.00 - 17.00
4. – 6. bekkur (2013 - 2015 árg.) kl. 17.00 - 18.00
7. – 10. bekkur (2009, 2010, 2011 og 2012 árg.) kl. 18.00 - 19.30
Æfingar fara fram á æfingasvæði Golfklúbbs Þorlákshafnar neðan við bílastæðin.
Yðkendur þurfa ekki að eiga kylfur til að æfa.
Verð: 10.000 kr.
Ingvar Jónsson PGA golfkennari
899-9820 eða ingvar@thorgolf.is
Æfingaskipulag: