Staðarreglur

Staðarreglur Þorláksvallar


1.   Vallarmörk eru hvítir hælar og innri malbiksbrún þjóðvegar. Þegar 18. hola er leikin er svæðið hægra megin við hvítu hælana út af (out of bounds).

 

2.   Óhreyfanlegar hindranir (regla 16.1) eru jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði innan almenna svæðisins, vökvunarkerfi, bekkir, skilti, ruslafötur, allir fjarlægðarhælar og brautarmerkingar.

 

3.   Færslur á brautum og flötum. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð má leikmaðurinn færa boltann innan einnar kylfulengdar, þó ekki nær holunni.


Þegar bolti leikmanns liggur á flöt má leikmaðurinn færa boltann um skorkortslengd, þó ekki nær holunni. Að öðru leyti er fyrirmynd staðarreglu E-3 í gildi.

4.  Óeðlilegar vallaraðstæður (regla 16.1). Svæði sem eru merkt með bláum hæl með hvítum topp eru bannreitir sem eru hluti af grund í aðgerð. Óheimilt er að leika boltanum innan þess svæðis og verður leikmaður að taka lausn samkvæmt reglu 16.1 vítislaust.

 

5.   Rafmagnslínur

Ef vitað er eða nánast öruggt að bolti leikmanns hitti rafmagnslínu er höggið afturkallað vítalaust. Leikmaðurinn verður að leika boltanum að nýju þaðan sem fyrra högg var slegið (sjá reglu 14.6 um hvað eigi að gera).

 

 

Staðarreglur þessar eru í gildi frá 1. maí 2023.

 

Að öðru leyti skal leika eftir reglum:

“Rules of Golf as approved by R&A Rules limited and The United States Golf Association”

 

Víti fyrir brot á staðarreglu

Höggleikur: 2 högg

Holukeppni: Holutap