Golfklúbbur Þorlákshafnar er íþróttafélag í Sveitarfélaginu Ölfusi og rekur m.a. Þorláksvöll,
18-holu strandvöll í 35 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Golfklúbbur Þorlákshafnar er íþróttafélag í Sveitarfélaginu Ölfusi og rekur m.a. Þorláksvöll,
18-holu strandvöll í 35 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Árni Hrannar Arngrímsson var sjálfkjörinn áfram formaður Golfklúbbs Þorlákshafnar á tæplega fimmtíu manna aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss í gær, þriðjudagskvöldið 27. janúar.
Varaformaðurinn Gyða Steina Þorsteinsdóttir var einnig endurkjörin, en breyting varð á stjórn þar sem Óskar Gíslason var kosinn í sæti Óttars Ingólfssonar, sem gaf ekki kost á sér áfram. Við þökkum Óttari fyrir störf hans og óskum honum velfarnaðar.
Tveir komu nýir inn í varastjórn, þeir Haraldur Guðmundsson og Snorri Jökull Egilsson. Á myndinni eru, frá vinstri, Árni Hrannar Arngrímsson formaður og Óttar Ingólfsson, fráfarandi gjaldkeri.
Skrifað 28. janúar 2026.
Hallgrímur Þór Axelsson var útnefndur sjálfboðaliði ársins á aðalfundi Golfklúbbs Þorlákshafnar sem haldinn var í gær, þriðjudagskvöldið 27. janúar.
Hallgrímur, eða Grímsi, gerði gæfumuninn í starfi mótanefndar, sem starfaði undir forystu Óskars Gíslasonar, er tvö GSÍ-mót voru haldin á Þorláksvelli á síðasta ári, VitHit Vormót GÞ á GSÍ-mótaröðinni og Íslandsmót unglinga 15-18 ára. Eru þá ótalin öll önnur mót og sjálfboðavinna sem efnt var til.
Við óskum Hallgrími innilega til hamingju með nafnbótina um leið og við þökkum öllum sjálfboðaliðum fyrir hjálpina á liðnu ári.
Skrifað 28. janúar 2026.
Ákveðið hefur verið að opna hópferð GÞ-kvenna til Spánar í haust fyrir öllum klúbbfélögum, en 13 sæti eru enn laus af 30 upphaflegum. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Ársskýrsla Golfklúbbs Þorlákshafnar vegna starfsársins 2025 er komin út. Skýrslan er á vefsíðuformi og er hægt að lesa hana með því að smella á hnappinn hér að neðan. Við minnum á aðalfund félagsins kl. 20 þriðjudaginn 27. janúar, í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.